20180701_154548.jpg

Ég, Sigrún Bragaddóttir, fæddist 1972 í Reykjavík og ólst upp í Breiðholtinu.

Ég er feminískur hannyrðapönkari og -graffari, bý og starfa í Reykjavík.

Bakgrunnur minn í hannyrðum kemur frá formæðrum mínum. Langamma mín, Guðrún Helga, kenndi mér krosssaum og að sóa ekki góðum þræði. Móðir mín og móðursystur kenndu mér að sauma og að nota skapandi hugsun í fatasaumi. Móðuramma mín, og nafna, kenndi mér nýtni í hannyrðum og dálæti á bróderuðum púðum sem ekki mátti setjast á.

Veturinn 1992 - 1993 var ég á listnámsbraut í Fana lýðháskólanum í Bergen, Noregi.

Vorið 1998 útskrifaðist ég sem grunnskólakennari og hef starfað sem kennari í einkareknum og almennum leik- og grunnskólum. Í starfi mínu með börnum og unglingum legg ég áherslu á skapandi skólastarf, ýmist í gegnum myndlist, tónlist, hreyfingu, útiveru og aðra listræna tjáningu.

Frá 2012 hef ég verið virk í starfi Stígamóta, m.a. með þáttöku í herferðinni Styttum svartnættið og starfað sem leiðbeinandi í sjálfshjálparhópum samtakanna.

Frá 2016 - 2019 var ég varamanneskja, fyrir hönd leiðbeinenda, í framkvæmdarhópi Stígamóta

Einnig hef ég tekið þátt í upplýsinga- og auglýsingarherferðum samtakanna.

Nám:

Veturinn 1992-1993 stundaði ég nám á listnámsbraut í Fana lýðháskólanum í Bergen, Noregi. Þar lærði ég m.a. textíllitun, að setja upp vefstóla, að vefa úr ull, teikningu með mismunandi miðlum, grafík, módelteikningu og klippimyndagerð. Og smá rússnesku.

Vorið 1998 útskrifaðist ég frá Kennaraháskóla Íslands með B.Ed. gráðu í íslensku og ensku.

Haustið 2021 hóf ég meistaranám í kennslu list- og verkgreina við Háskóla Íslands með áherslu á sjónlistir.

Viðurkenningar:

2016

Viðurkenning Stígamóta fyrir þáttöku í fræðslu og fjáröflunarátakinu „Styttum svartnættið“.