Hannyrðapönksmiðja á handverksmarkaði í Árnesi
Jun
18
1:00 PM13:00

Hannyrðapönksmiðja á handverksmarkaði í Árnesi

Skapandi hannyrðapönkssmiðja á handverksmarkaðnum í Árnesi.
Farið verður yfir hvað einkennir hannyrðapönk og stefnuyfirlýsingu þess kynnt.
Lagt verður áherslu á frjálsan útsaum skapandi afturnýtingu gamals útsaums, og hvernig er hægt að sýna hannyrðir með óhefðbundnum hætti á borð við hannyrðagraff.
Engrar kunnáttu er krafist, áhugi er allt sem þarf-óháð kynjum og aldri.
Hráefni á staðnum og þátttakendum að kostnaðarlausu.
Skráning óþörf

View Event →
Hvað ef?
May
21
12:00 PM12:00

Hvað ef?

Hvað ef ?

Hvað ef Gísla saga gerðist í nútímanum? Hefði þá Auður kanski sagt:

Og mundu það alltaf, helvítis moðerfokkerinn þinn, að þú varst bitchslappaður af einhverri kjéllíngu’

Hvað ef hinir ríku hefðarkarlar fyrri alda hefðu bara fattað í tæka tíð að þeir væru ekki Guðs útvaldi gaukur og ættu ekki tilkall til alls í lífinu?

Hvað ef konur hefðu fengið að eiga sína kynhvöt, kyngervi og sinn munað bara hér áður fyrr en ekki bara verið stýrt af körlum og kirkjunnar mönnum?

Hvað ef brotaþolar fengju viðeigandi hjálp í stað þess að bíta bara á jaxlinn og harka af sér í jafnvel áratugi?

Hvað ef stúlkur fengju að vera börn í friði án þess að vera hlutgerðar eða smættaðar niður í kynfæri sín?

Hvað ef börn fengju bara að eiga æskuna í friði gegn áreiti og yfirgangi fullorðinna?

Hvað ef dyggð kvenna væri ekki mæld í árangurstengdum tilverurétti?

Hvað ef? er flaumur af pælingum í heilanum mínum í gegnum allskyns handverk, hannyrðir og usla. Já, og kaffi. Það verður að vera sterkt og gott kaffi með í dæminu. Helst í flottum bollum og alls ekki of stórum. Þá verður allt vitlaust. Lífið er of stutt fyrir vont kaffi í ljótum bollum.

Hvað ef? er önnur einkasýning mín

View Event →
Apr
9
to Jul 7

Páskar 2020: Hannyrðapönk-útvarpsþættir á Rás 1

Hannyrðapönk eru útvarpsþættir á Rás 1, kl. 14, og eru hluti af páskadagskrá RÚV 2020.
Þeir verða aðgengilegir í Sarpinum fram til 7. júlí 2020

Þættirnir Hannyrðapönk fjalla um handverk, hannyrðapönk og húðflúr í gegnum aldirnar og eru fjórir talsins:

  1. þáttur - Í upphafi var hannyrðapönk og húðflúr
    - sendur út á skírdag, 9. apríl 2020

  2. þáttur - Hannyrðapönk, húðflúr & stjórnmál

    - sendur út á föstudeginum langa, 10. apríl 2020

  3. þáttur - Hannyrðapönk, húðflúr & kynþáttahyggja

    - sendur út á laugardeginum, 11. apríl 2020

  4. þáttur - Hannyrðapönk, húðflúr & kynhlutverkin

    - sendur út á páskadag, 12. apríl 2020

View Event →